Mars er æðislegur mánuður á Íslandi af því að það eru fullt af hátíðisdögum! Í byrjun mars eru þrír mjög skemmtilegir dagar í röð: bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Bolludagur kemur fyrst og er alltaf á mánudegi. Á þeim degi baka (eða kaupa) allir íslenskar bollur til þess að taka með í nesti í vinnuna og skólann. Uppáhalds bollan mín er karamellu, en það er líka hægt að fá súkkulaði, jarðaberja og meira að segja lakkrís bollu!

Næst kemur Sprengidagurinn. Við höfum haldið upp á hann síðan á Víkingaöld. Á þessum degi eiga allir að borða eins mikið og þeir geta –– þangað til að þeir springa! Við borðum oftast saltkjöt og baunir, eða lambasúpu. Stundum er farið út í ísbúð eftir kvöldmat. 

 Öskudagur er okkar Hrekkjavaka. Börn fara í allskonar búninga en ekkert endilega hryllingsbúninga, sumir eru t.d. túristar, íþróttastjörnur eða hvað sem er. Á Öskudaginn er bara skóli fram að hádegi. Við erum ekkert að læra, meira að leika og skemmta okkur.  Stundum er farið í skrúðgöngu. Strax eftir skóla hlaupa allir heim og þá byrjar skemmtunin fyrir alvöru. Allir fara með vinum sínum út að syngja. Stundum á Laugaveginn, í Smáralindina eða Kringluna. Við syngjum fyrir fólkið í búðunum og fáum nammi í staðinn. Eftir nokkra klukkutíma fyllast pokarnir okkar af nammi. Fyrir börn, er þetta einn skemmtilegasti dagur ársins! Það er líka mjög gaman að velja lögin og vera með vinum. 

Þótt að mars sé kaldur og vetrarlegur mánuðura Íslandi, gera þessir þrír dagar mánuðinn miklu skemmtilegri.